Search
Close this search box.

Framkvæmdastjóri Eddunar 2012

Íslenska kvikmynda og sjónvarpsakademían (ÍKSA) hefur ráðið Brynhildi Ólafsdóttur sem framkvæmdastjóra Eddunar 2012.

Aðildargjöld að ÍKSA

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían tekur upp hógvær árgjöld frá næstu áramótum.

Kjörskrá til Edduverðlaunanna var lokað 31. janúar

Kjörskrá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar var lokað 31. janúar síðastliðinn. Umsóknir um aðild að ÍKSA sem berast eftir þann tíma verða teknar fyrir á næsta stjórnarfundi en umsækjendur ná ekki að vera kjörgengir til Edduverðlaunanna 2011. Nánari upplýsingar eru í starfsreglum ÍKSA.

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2011

Hér að neðan eru tilnefningar til Edduverðlaunanna 2011.
Leikið sjónvarpsefni ársins
Réttur 2
Saga film

Hlemmavídeó
Saga Film

Mér er gamanmál
Blunden framleiðsla ehf.

Tilkynnt verður um tilnefningar 3. febrúar

Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2011 hinn 3. febrúar næstkomandi klukkan 14.00 í Bíó Paradís. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar kjósa á milli tilnefndra verka dagana 8.-16. febrúar og verðlaunin sjálf verða svo afhent við hátíðlega athöfn í Íslensku óperunni19. febrúar.

Edduverðlaunin 2011

Frestur til innsendinga kvikmyndaverka til Edduverðlaunanna rennur út 10. janúar 2011, kl. 17:00. Gjaldgeng eru kvikmyndaverk sem frumsýnd eru á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2010. Verðlaunin verða afhent 19. febrúar 2011 í Íslensku óperunni. Tilkynnt verður um tilnefningar 3. febrúar 2011. Eddan verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Hverju innsendu verki […]

Eddan verður afhent 19. febrúar 2011

Edduverðlaunin 2011 verða afhent í tólfta sinn hinn 19. febrúar næstkomandi. Verðlaunin taka til verka sem framleidd eru og sýnd á árinu 2010. Edduverðlaunin eru uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Meðlimir Akademíunnar, sem nú eru yfir eitt þúsund talsins, kjósa sjálfir um þau verk og þá einstaklinga sem fá verðlaunin. Verðlaunagripurinn er eftir Magnús Tómasson […]