Framkvæmdastjóri Eddunar 2012
Íslenska kvikmynda og sjónvarpsakademían (ÍKSA) hefur ráðið Brynhildi Ólafsdóttur sem framkvæmdastjóra Eddunar 2012.
Aðildargjöld að ÍKSA
Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían tekur upp hógvær árgjöld frá næstu áramótum.
Eldfjall er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012
Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012 sem besta erlenda myndin.
Kosið um sjö myndir sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2011
Kosið verður um framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna hjá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni í rafrænni kosningu dagana 15. – 20. september.
Edduverðlaunin 2011 voru afhent í Íslensku óperunni 19. febrúar
Edduverðlaunin 2011 voru afhent við hátíðlega athöfn í Íslensku óperunni hinn 19. febrúar.
Hér að neðan er listi yfir tilnefningar og verðlaunahafa. Verðlaunahafar eru feitletraðir.
Kjörskrá til Edduverðlaunanna var lokað 31. janúar
Kjörskrá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar var lokað 31. janúar síðastliðinn. Umsóknir um aðild að ÍKSA sem berast eftir þann tíma verða teknar fyrir á næsta stjórnarfundi en umsækjendur ná ekki að vera kjörgengir til Edduverðlaunanna 2011. Nánari upplýsingar eru í starfsreglum ÍKSA.
Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2011
Hér að neðan eru tilnefningar til Edduverðlaunanna 2011.
Leikið sjónvarpsefni ársins
Réttur 2
Saga film
Hlemmavídeó
Saga Film
Mér er gamanmál
Blunden framleiðsla ehf.
Tilkynnt verður um tilnefningar 3. febrúar
Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2011 hinn 3. febrúar næstkomandi klukkan 14.00 í Bíó Paradís. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar kjósa á milli tilnefndra verka dagana 8.-16. febrúar og verðlaunin sjálf verða svo afhent við hátíðlega athöfn í Íslensku óperunni19. febrúar.
Edduverðlaunin 2011
Frestur til innsendinga kvikmyndaverka til Edduverðlaunanna rennur út 10. janúar 2011, kl. 17:00. Gjaldgeng eru kvikmyndaverk sem frumsýnd eru á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2010. Verðlaunin verða afhent 19. febrúar 2011 í Íslensku óperunni. Tilkynnt verður um tilnefningar 3. febrúar 2011. Eddan verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Hverju innsendu verki […]
Eddan verður afhent 19. febrúar 2011
Edduverðlaunin 2011 verða afhent í tólfta sinn hinn 19. febrúar næstkomandi. Verðlaunin taka til verka sem framleidd eru og sýnd á árinu 2010. Edduverðlaunin eru uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Meðlimir Akademíunnar, sem nú eru yfir eitt þúsund talsins, kjósa sjálfir um þau verk og þá einstaklinga sem fá verðlaunin. Verðlaunagripurinn er eftir Magnús Tómasson […]