Search
Close this search box.

Dagsetning

Edduverðlaunin haldin 26. mars

Edduverðlaunin 2025 fara fram miðvikudaginn 26. mars næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Verðlaunin hafa verið veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni (ÍKSA) frá árinu 1999. 

Á síðasta ári voru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin aðskilin og Edduverðlaunin veitt í fyrsta sinn fyrir kvikmyndaverk eingöngu. ÍKSA á ekki aðkomu að fyrirhuguðum sjónvarpsverðlaunum, sem nýlega voru kynnt. 

Á Eddunni 2025 verða veitt samtals 20 verðlaun fyrir kvikmyndaverk sem frumsýnd voru á Íslandi tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024. Þá verða heiðursverðlaun ÍKSA veitt, ásamt því að erlend kvikmynd ársins verður verðlaunuð sem og uppgötvun ársins en þau verðlaun fær einstaklingur sem ekki hefur hlotið tilnefningu áður í viðkomandi fagverðlaunaflokki en hefur vakið sérstaka athygli fyrir framúrskarandi framlag á árinu. 

Það eru þær Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir sjá um að halda utan um viðburðinn sem verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsendingin kl. 20:05.

AÐRAR FRÉTTIR