Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna, 2025 hafa verið gerðar opinberar en þær voru kynntar á Facebook síðu Eddunnar milli kl. 11:00 og 14:00 í dag, þriðjudaginn 25. febrúar.
Verðlaunin hafa verið veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni (ÍKSA) frá árinu 1999.
Á síðasta ári voru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin aðskilin og Edduverðlaunin veitt í fyrsta sinn fyrir kvikmyndaverk eingöngu. ÍKSA sér áfram um Edduverðlaunin, þar sem eingöngu er verðlaunað fyrir kvikmyndaverk. ÍKSA á ekki aðkomu að fyrirhuguðum sjónvarpsverðlaunum, sem nýlega voru kynnt.
Á Eddunni 2025 verða veitt samtals 20 verðlaun til kvikmyndaverka sem frumsýnd voru á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024.
Þá verða heiðursverðlaun ÍKSA veitt, ásamt því að erlend kvikmynd ársins verður verðlaunuð sem og uppgötvun ársins en þau verðlaun fær einstaklingur sem ekki hefur hlotið tilnefningu áður í viðkomandi fagverðlaunaflokki en hefur vakið sérstaka athygli fyrir framúrskarandi framlag á árinu.
Alls bárust 72 verk og 129 innsendingar til fagverðlauna að þessu sinni. Met var slegið í innsendum verkum í ár en aukningin frá því í fyrra er rúm 80%.
Heimildamyndir voru 18, heimildastuttmyndir 11, kvikmyndir í fullri lengd 9, stuttmyndir 26 og erlendar kvikmyndir 8.
40 einstaklingar sátu í átta valnefndum fyrir hina 20 verðlaunaflokka. Meðlimir ÍKSA munu kjósa um tilnefningarnar og stendur kosning frá 1. mars til.17. mars. KPMG hefur yfirumsjón með kosningu og talningu atkvæða.
Edduverðlaunin verða afhent þann 26. mars næstkomandi í beinni útsendingu á RÚV á Hilton Reykjavík Nordica.
Tilnefningar eru sem hér segir:
BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS
Geltu
Heimavist
Kirsuberjatómatar
ERLEND KVIKMYND ÁRSINS
All of us strangers
Elskling
Perfect Days
Poor things
Substance
HEIMILDASTUTTMYND ÁRSINS
Kirsuberjatómatar
Ómur jóla
Vélsmiðja 1913
HEIMILDAMYND ÁRSINS
Fjallið það öskrar
Kúreki Norðursins, sagan af Johnny King
The Day Iceland Stood Still
KVIKMYND ÁRSINS
Ljósbrot
Ljósvíkingar
Snerting
STUTTMYND ÁRSINS
Fár
Flökkusinfónía
O
BRELLUR ÁRSINS
Jörundur Rafn Arnarson, Christian Sjöstedt & Lea Benjovitz fyrir Ljósbrot
Árni Gestur Sigfússon fyrir Ljósvíkinga
Michael Denis fyrir Missi
BÚNINGAR ÁRSINS
Helga Rós Hannam fyrir Ljósbrot
Arndís Ey fyrir Ljósvíkinga
Margrét Einarsdóttir fyrir Snertingu
GERVI ÁRSINS
Evalotte Oosterop fyrir Ljósbrot
Tinna Ingimarsdóttir fyrir Natatorium
Ásta Hafþórsdóttir fyrir Snertingu
HANDRIT ÁRSINS
Rúnar Rúnarsson fyrir Ljósbrot
Snævar Sölvason fyrir Ljósvíkinga
Ólafur Jóhann Ólafsson & Baltasar Kormákur fyrir Snertingu
HLJÓÐ ÁRSINS
Agnar Friðbertsson & Birgir Tryggvason fyrir Ljósvíkinga
Björn Viktorsson fyrir Natatorium
Kjartan Kjartansson fyrir Snertingu
KLIPPING ÁRSINS
Andri Steinn Guðjónsson fyrir Ljósbrot
Jussi Rautaniemi fyrir Natatorium
Sigurður Eyþórsson fyrir Snertingu
KVIKMYNDATAKA ÁRSINS
Sophia Olsson fyrir Ljósbrot
Kerttu Hakkarainen fyrir Natatorium
Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Snertingu
LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Björn Jörundur Friðbjörnsson fyrir Ljósvíkinga
Egill Ólafsson fyrir Snertingu
Þorsteinn Gunnarsson fyrir Missi
LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Elín Hall fyrir Ljósbrot
Helga Braga Jónsdóttir fyrir Topp 10 möst
Vigdís Hrefna Pálsdóttir fyrir Nokkur augnablik um nótt
LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Björn Thors fyrir Nokkur augnablik um nótt
Mikael Kaaber fyrir Ljósbrot
Pálmi Kormákur fyrir Snertingu
LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Katla Njálsdóttir fyrir Ljósbrot
Sólveig Arnarsdóttir fyrir Ljósvíkinga
Yôko Narahashi fyrir Snertingu
LEIKMYND ÁRSINS
Hulda Helgadóttir fyrir Ljósbrot
Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Natatorium
Sunneva Ása fyrir Snertingu
LEIKSTJÓRI ÁRSINS
Rúnar Rúnarsson fyrir Ljósbrot
Snævar Sölvason fyrir Ljósvíkinga
Baltasar Kormákur fyrir Snertingu
TÓNLIST ÁRSINS
Kristján Sturla Bjarnason fyrir Fjallið það öskrar
Magnús Jóhann fyrir Ljósvíkinga
Högni Egilsson fyrir Snertingu