Starfssvið framkvæmdastjóra er eftirfarandi:
- Yfirumsjón með framkvæmd Edduverðlaunanna.
- Yfirumsjón með framkvæmd forvals til Óskarsverðlaunanna.
- Umsjón og stýring á stjórnarfundum og fagráðsfundum.
- Stefnumótun í samstarfi við stjórn.
- Rekstur og samskipti.
- Upplýsingagjöf til akademíu meðlima, fjölmiðla, og almennings.
- Gerð fjárhagsáætlana og reikningsskila.
- Ráðning starfsfólks.
- Öflun styrkja og stuðningsaðila fyrir Eddu hátíðina.
Hæfniskröfur:
- Framúrskarandi leiðtoga-, samstarfs- og samskiptahæfni.
- Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
- Reynsla af viðburðarstjórn og rekstri er kostur.
- Viðkomandi ætti að hafa þekkingu á kvikmyndum og kvikmyndaiðnaðinum, þó það sé ekki skilyrði.
Um er að ræða hlutastarf sem sinnt er árið um kring með álagspunktum á tilteknu tímabili í kringum undirbúning og afhendingu Edduverðlauna.
Ferilskrá skal fylgja umsókn og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember 2023. Umsóknir sendist til: eddan@eddan.is.