Í kvöld var Eddan 2023 haldin við hátíðlega athöfn í Háskólabíó. Hátt í 1000 manns mættu á hátíðina og var heldur betur kátt á hjalla. Eins og áður hefur komið fram hafa aldrei borist fleiri innsendingar til Eddunnar frá framleiðendum en fyrir árið í fyrra. Verbúðin er ótvíræður sigurvegari kvöldsins með heil 9 verðlaun, þar á meðal fyrir leikið efni, leikara í aðalhlutverki og leikkonu í aðalhlutverki. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá sem hlutu verðlaunin 2023.
1. BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS: Randalín og Mundi: Dagar í desember. Framleiðandi: Arnbjörg Hafliðadóttir fyrir Glassriver.
2. FRÉTTA- EÐA VIÐTALSEFNI ÁRSINS.: Kveikur. Framleiðendur: Þóra Arnórsdóttir og ritstjórn Kveiks fyrir Fréttastofu RÚV.
3. HEIMILDAMYND ÁRSINS: Velkominn Árni. Framleiðendur: Allan Sigurðsson, Sólmundur Hólm Sólmundarson og Viktoría Hermannsdóttir fyrir Pelikula.
4. ÍÞRÓTTAEFNI ÁRSINS: Jón Arnór. Framleiðandi: Garðar Örn Arnarson fyrir Stöð 2 Sport og Stöð 2.
5. KVIKMYND ÁRSINS: Berdreymi. Framleiðandi: Anton Máni Svansson fyrir Join Motion Pictures.
6. LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS: Verbúðin. Framleiðendur: Nína Dögg Filippusdóttir, Nana Alfreðsdóttir, Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson fyrir Vesturport.
7. MANNLÍFSEFNI ÁRSINS: Leitin að upprunanum. Framleiðandi: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fyrir Stöð 2.
8. MENNINGAREFNI ÁRSINS: Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Framleiðendur: Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir og Björg Jónsdóttir fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Reykjavíkurborg, B28 Produktion, Hörpu og RÚV.
9. SKEMMTIEFNI ÁRSINS: Áramótaskaup 2022. Framleiðendur: Sigurjón Kjartansson, Eiður Birgisson og Hjörtur Grétarsson fyrir S800 og RÚV.
10. STUTTMYND ÁRSINS: Hreiður. Framleiðandi: Anton Máni Svansson fyrir Join Motion Pictures.
Flokkar fagverðlauna:
11. BRELLUR ÁRSINS: Guðjón Jónsson, Monopix , ShortCut , MPC, Union VFX og Filmgate fyrir kvikmyndina Against the Ice.
12. BÚNINGAR ÁRSINS: Margrét Einarsdóttir & Rebekka Jónsdóttir fyrir þáttaröðina Verbúðin.
13. GERVI ÁRSINS: Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir þáttaröðina Verbúðin.
14. HANDRIT ÁRSINS: Mikael Torfason, Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson fyrir þáttaröðina Verbúðin.
15. HLJÓÐ ÁRSINS: Gunnar Árnason fyrir kvikmyndina Skjálfti.
16. KLIPPING ÁRSINS: Kristján Loðmfjörð fyrir þáttaröðina Verbúðin.
17. KVIKMYNDATAKA ÁRSINS: Maria von Hausswolff fyrir kvikmyndina Volaða land.
18. LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI: Gísli Örn Garðarsson fyrir þáttaröðina Verbúðin.
19. LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI: Björn Thors fyrir kvikmyndina Svar við bréfi Helgu.
20. LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI: Nína Dögg Filippusdóttir fyrir þáttaröðina Verbúðin.
21. LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI: Aníta Briem fyrir kvikmyndina Svar við bréfi Helgu.
22. LEIKMYND ÁRSINS: Atli Geir Grétarsson & Ólafur Jónasson fyrir þáttaröðina Verbúðin.
23. LEIKSTJÓRI ÁRSINS: Hlynur Pálmason fyrir kvikmyndina Volaða land.
24. SJÓNVARPSMANNESKJA ÁRSINS: Viktoría Hermannsdóttir
25. TÓNLIST ÁRSINS: Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Dagur Holm fyrir þáttaröðina Verbúðin.
26. UPPTÖKU- EÐA ÚTSENDINGASTJÓRI ÁRSINS: Salóme Þorkelsdóttir fyrir Söngvakeppnina 2022.
27. SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS: Verbúðin.