Archive for the ‘Fréttir’ Category

Eddan 2021 – Tilkynning frá stjórn ÍKSA

Thursday, April 15th, 2021

Stjórn ÍKSA hefur afráðið að Edduverðlaunin 2021 verði veitt með haustinu með það að markmiði að halda hefðbundna Edduhátíð. Þegar nær dregur verður tilkynnt um útfærslu á verðlaunaafhendingunni og sjónvarpsútsendingu í tengslum við hana. Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna þann 26. mars síðastliðinn. Netvarp Eddunnar mun opna fyrir akademíumeðlimi þriðjudaginn 20. apríl. Akademíumeðlimir geta […]

Árni Páll Jóhannsson

Saturday, October 24th, 2020

Nýverið voru Edduverðlaunin afhent verðlaunahöfum í sjónvarpsdagskrá á RÚV. Í þættinum var minnst þeirra einstaklinga úr kvikmynda- og sjónvarpsgreininni sem létust á árunum 2019 – 2020. Við kveðjum þetta góða fólk með virðingu. Rík ástæða er fyrir stjórn ÍKSA að minnast sérstaklega Árna Páls Jóhannssonar, enda lifir minning hans ekki bara í ódauðlegum listakverkum og […]

Eddan 2018 – Opnað fyrir innsendingar

Tuesday, December 19th, 2017

Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2018, sem haldin verður á Hótel Hilton 25. febrúar 2018. Gjaldgeng eru verk, frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2017. Sjá nánar um innsendingarreglur. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á sérstakri Innsendingarsíðu Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út allar upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og […]

Hrútar framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna

Wednesday, September 16th, 2015

Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar völdu kvikmyndina Hrúta sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Hrútar mun því keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmyndina á erlendu tungumáli. Hrútar hlaut meirihluta atkvæða Akademíumeðlima en kosningu lauk á miðnætti 7. september. Kosningin fór fram rafrænt og var kosið á milli fimm íslenskra kvikmynda […]

Vonarstræti með 12 Eddur

Sunday, February 22nd, 2015

Kvikmyndin Vonarstræti sópaði til sín verðlaunum á Eddunni 2015 sem haldin var laugardagskvöldið 21. febrúar og fékk alls tólf verðlaun, meðal annars sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku og klippingu. Báðir aðalleikararnir í Vonarstræti, þau Þorsteinn Bachmann og Hera Hilmarsdóttir hlutu Eddustyttuna. Edduna fyrir aukahlutverk fengu þau Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir fyrir […]

Eddan á laugardaginn

Wednesday, February 18th, 2015

Kosningu er lokið á milli tilnefndra verka í Edduna og næsta laugardag, 21. febrúar, setjum við upp spariskóna og opnum verðlaunaumslögin á Edduhátíðinni 2015. Eddan fer fram í Silfurbergi í Hörpu og er sjónvarpað beint og í opinni dagskrá á Stöð 2. Útsendingin hefst um kl. 19 frá Rauða dreglinum þar sem stjörnurnar mæta í […]

Tilnefningar tilkynntar

Wednesday, February 4th, 2015

Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlauna á blaðamannafundi í Bíó Paradís 3. febrúar, sjá tilnefningarnar hér að neðan. 28 manns í fjórum valnefndum (valnefnd um leikið efni, sjónvarpsefni, heimildamyndir og fagverðlaunanefnd) sáu um að velja tilnefningar úr innsendum verkum en alls voru 108 verk send inn í Edduna í ár. Rafræn kosning Akademíumeðlima á milli […]

108 kvikmynda- og sjónvarpsverk í Edduna

Thursday, January 8th, 2015

Samkeppnin hefur sjaldan verið eins hörð um hinar eftirsóttu Eddustyttur og í ár, en frestur til að skila inn verkum í Edduna 2015, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), rann út 7. janúar. Þegar upp var staðið höfðu framleiðendur sent inn alls 108 verk í keppnina. Að auki voru nöfn 265 einstaklinga, sem unnu við […]

Opnað fyrir Edduinnsendingar

Monday, December 15th, 2014

Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2015 sem haldin verður  í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 21. febrúar. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd eru opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014. Sjá nánar um innsendingarreglur. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt og er gert í gegnum Innsendingarsíðu Eddunnar þar […]

Vonarstræti framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Tuesday, September 23rd, 2014

Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið kvikmyndina Vonarstræti sem framlag Íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári. Vonarstræti mun því keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmynd á erlendu tungumáli. Vonarstræti hlaut meirihluta atkvæða akademíumeðlima en kosningu lauk á miðnætti í gær. Kosningin fór fram rafrænt og kosið var á milli þeirra fjögurra […]