Hverjir geta gerst félagar í ÍKSA?

Rétt að aðild að Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni hafa þeir er sannanlega hafa unnið að tveimur kvikmynda- og/eða sjónvarpsverkefnum í einum eftirfarandi flokka.

Athugið að með kvikmynda- eða sjónvarpsverkefnum er átt við verk sem hafa verið sýnd í íslensku kvikmyndahúsi eða á íslenskri kvikmyndahátíð þar sem almenningi hefur gefist kostur á að mæta (þ.e. sýningin hefur verið í auglýstri dagskrá kvikmyndahússins / hátíðarinnar) og/eða á viðurkenndri íslenskri sjónvarpsstöð með umtalsverða dreifingu.

Aðstoðarleikstjóri
Aðstoðartökumaður
Áhættuleikari
Brellumeistari
Búningahönnuður
Framkvæmdastjóri
Framleiðandi
Förðunarmeistari
Grafískur hönnuður
Gripill
Handritshöfundur
Hljóðhönnuður
Hljóðmaður
Klippari
Kvikmyndatökumaður
Leikari í aðal- og/eða aukahlutverki
Leikmunavörður
Leikmyndahönnuður
Leikstjóri
Ljósahönnuður
Myndblandari
Skrifta
Sviðsmaður
Tónlistarhöfundur
Tæknistjóri
UpptökustjóriEf þú hefur ekki sótt um aðild að Akademíunni en telur þig uppfylla skilyrðin til að vera þar, þá er hér umsóknareyðublað. 

Athugaðu að einhver tími getur liðið frá innsendingu umsóknar og þangað til fjallað verður um umsóknina þína.

Þeir sem sækja um eftir miðnætti 9.september 2018 eru ekki gjaldgengir í kosningu fyrir framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. En ekki hika við að senda in umsókn.