191 komnir á kjörskrá

by Anonymouson EdduverðlauninJanuary 19thhas no comments yet!

Kjörskrá Eddunnar fyrir verðlaunaafhendinguna 18. febrúar stækkar og fitnar dag frá degi og telur nú 191 manns.

Allir þeir sem greiða aðildargjöld akademíunnar fyrir 3. febrúar færast sjálfkrafa á kjörskrá Eddunnar. Þann dag verður kjörskrá lokað og tilkynnt er um tilnefningar til Edduverðlaunanna. Í kjölfarið hefst svo almenn kosning, þeirra akademíumeðlima sem eru á kjörskránni, á milli tilnefndra verka.

Þeir sem ekki sjá greiðsluseðil í bankanum sínum ættu að hafa strax samband með því að senda póst á eddan@eddan.is. Sjá líka ítarlegar upplýsingar um aðildarskrána og kjörskrána hér.