Dagsetning

Kosningin er hafin

Rafræn kosning um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019 er hafin og stendur yfir til 19.september. Meðlimir  ÍKSA, Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, sem hafa greitt félagsgjöld 2018 og eru þar með á kjörskrá ættu að hafa fengið kjörseðil til sín í tölvupósti. Eitthvað hefur borið á því að kjörseðilinn sé að síast inn í spam. Endilega leitið vel og ef þið teljið ykkur eiga eiga að vera á kjörskrá en hafið ekki fengið sendan seðil þá hafið samband við undirritaða á eddan@eddan.is.

ÍKSA hvetur alla meðlimi akademíunnar til að nýta kosningaréttinn og hafa áhrif á hver eftirfarandi kvikmynda hlýtur þann eftirsótta heiður að vera framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019:

Andið eðlilega
Kona fer í stríð
Lof mér að falla
Lói – þú flýgur aldrei einn
Rökkur
Sumarbörn
Svanurinn
Vargur
Víti í Vestmannaeyjum

Er ég kjörgeng/ur?
Hér er nýuppfærð kjörskrá. Athugaðu hvort nafnið þitt sé ekki á listanum.

Hvað get ég séð myndirnar?
Allir kjörgengnir félagsmenn geta séð allar myndirnar inná Netvarpi Eddunnar. Innskráning er á slóðinni: https://innskraning.eddan.is/ og notast er við Íslyklil eða Rafræn skilríki til innskráningar.

Allra bestu kveðjur
Auður Elísabet Jóhannsdóttir
Framkvæmdarstjóri ÍKSA

AÐRAR FRÉTTIR