Eddan íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin

Opnað fyrir innsendingar í Edduna 2017

Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2017 sem haldin verður um mánaðarmótin febrúar/mars. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd eru opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2016 til 31. desember 2016.  Sjá nánar um innsendingarreglur.

Innsendingarferlið er að fullu rafrænt og er gert í gegnum Innsendingarsíðu Eddunnar þar sem framleiðslufyrirtæki fylla út allar upplýsingar um þau verk sem ætlunin er að senda inn, borga innsendingargjaldið og senda verkin stafrænt á ftp þjón.

Gjald fyrir að senda inn verk í einn af níu aðalflokkum Edduverðlauna er 25 þúsund (auk vsk) og innsending í fagverðlaunaflokk kostar 5 þúsund (auk vsk).

 

Lokað verður fyrir innsendingar a miðnætti 9. janúar 2017.